Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun