„Skynsami“ Guðni 29. september 2011 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun