Græna hagkerfið verður eflt 30. september 2011 05:00 Grænt hagkerfi Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. Fréttablaðið/valli Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira