Er uppgjöf í störfum Jafnréttisráðs? 30. september 2011 06:00 Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af megin verkefnum Jafnréttisráðs er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að því að veita árlega sérstaka viðurkenningu fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum eða einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. En nú hefur Jafnréttisráð brugðið á það ráð að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár. Ráðið samþykkti að þetta nýja fyrirkomulag á fundi sínum 7. sept. sl. En hver er ástæðan? Getur það verið mat núverandi ráðherra jafnréttismála að staða jafnréttis sé með þeim hætti að það teljist þarflaust að afhenda viðurkenninguna árlega? Er ekki lengur þörf á hvatningu og góðum fyrirmyndum? Því þá ekki að afnema með öllu þessa viðurkenningu? Ef ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er það lítill metnaður að detta ekkert annað í hug en að leggja niður þessa góðu hefð sem hefur fest sig í sessi. Það hefði frekar átt að gefa í og leggja meira upp úr því að kynna störf ráðsins og hugmyndafræðina að baki viðurkenningunni. Í fyrra var ég við afhendingu viðurkenningarinnar en þá sagði formaður Jafnréttisráðs, Þórhildur Þorleifsdóttir, eitthvað í þá veruna að afhendingin væri þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt af mikilvægustu störfum þess. Ég tek heilshugar undir það mat hennar að jafnréttisviðurkenning er jákvæð áminning út í samfélagið en hefði mátt fá meiri umfjöllun í fjölmiðlum. En að ákveða nú að breyta áratuga langri hefð finnst mér verulega rangt. Ætlar Jafnréttisráð í framhaldi af nýjum verklagsreglum að draga saman seglin í starfi sínu ef þungamiðjan er ekki lengur til staðar nema annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá ráðherra, formann ráðsins og aðra í ráðinu nýta stöðu sína til þess að kynna mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, vekja almenning til vitundar um stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð sem hvert og eitt okkar hefur þegar kemur að því að standa vörð um lögboðið jafnrétti kynjanna. Nú þegar þjóðfélagið er að vinna sig út úr efnahagshruni sem snertir öll svið samfélagsins þarf enn betur að vera á varðbergi og vekja athygli á því sem vel er gert. Jafnréttisviðurkenningin á að gefa gott tækifæri til umræðu um jafnréttismál en á síðustu misserum hefur að mínu mati lítið farið fyrir jafnréttisumræðu, ef undan er skilin sú athygli sem herferð VR hefur fengið. Finnst núverandi stjórnvöldum, sem telja sig sérstaka talsmenn jafnréttis, að hér sé allt í himnalagi í jafnréttismálum? Nægir þeim að sjá alþjóðlega samanburðarmælingu sem sýnir að Ísland standi vel þegar horft er til stakra mælanlegra þátta sem snúa aðallega að stjórnkerfinu? Mér finnst því miður störf Jafnréttisráðs hulin almenningi enda litlar sem engar upplýsingar um störf þess á heimasíðunni jafnretti.is. Það er því raunar í anda daufrar jafnréttisumræðu dagsins í dag að taka nú upp þann sið að afhenda viðurkenninguna aðeins annað hvert ár – en það er uppgjöf að mínu mati. Ég hefði frekar viljað sjá ráðið bretta upp ermar, ná eyrum landsmanna og alls ekki gefa eftir og hopa.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun