Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, leggur til að veiði á kolmunna verði stóraukin á árinu 2012. Ráðið leggur hins vegar til 15 prósenta minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá leggur ráðið til nær óbreyttar veiðar á makríl. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í gær.
Verði sömu nýtingaráætlunum fylgt á árinu 2012 og á þessu ári verður heimilt að veiða 833 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og 391 þúsund tonn af kolmunna. Í ár hljóðaði ráðgjöf ICES upp á rúm 40 þúsund tonn af kolmunna. - mþl
Kolmunnastofn stækkað mikið
