Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Magnús sveinn Helgason skrifar 1. október 2011 03:00 Magnús sveinn Helgason Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“
Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira