Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB 12. október 2011 03:45 Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir. „Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur. Góðar líkur eru á því að tveir kaflar aðildarsamnings Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verði ræddir og kláraðir á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fram fer eftir viku, að mati Össurar. Kaflarnir sem um ræðir eru annar kaflinn, sem snýst um frjálsa för fólks innan ESB, og sá sjöundi, en hann lýtur að hugverkarétti. Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla. Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins. Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma og ákveðið var að Íslendingar og Þjóðverjar fyndu sameiginlegt rannsóknarverkefni þar. Össur segir að við nýtingu auðlinda á norðurslóðum verði að halda í heiðri þá grundvallarreglu að fylgja ströngustu umhverfiskröfum.- kóp
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira