Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við 13. október 2011 05:00 REynslan aftur orðin kostur Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. Fréttablaðið/GVA Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira