Tölvan segir nei við móður í fjárhagsklípu 13. október 2011 06:00 Lilja ásamt syni sínum Lilja segist ekki mega við því að missa þær 15 þúsund krónur sem mistök við rukkun vegna leikskólagjalda kostuðu hana. Leiðrétting um næstu mánaðamót komi of seint. ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
ráðhúsið Misvísandi upplýsingar fengust frá skóla- og frístundasviði borgarinnar um hvort hægt væri að bakfæra reikninginn sem var sendur til Lilju.Fréttablaðið/GVA „Ég er auðvitað ekki sátt við þetta. Það er farið að líða á mánuðinn og mínir peningar farnir að minnka verulega. Mig nauðsynlega vantar þennan pening sem þau höfðu engan rétt til að taka af mér,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir sem segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Lilja er með barn á leikskóla í borginni og borgar rúmar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Um síðustu mánaðamót var henni hins vegar sendur reikningur upp á rúmar 32 þúsund krónur sem var greiddur sjálfkrafa af bankanum hennar. Um mistök var að ræða en þegar Lilja bað Skóla- og frístundasvið borgarinnar um að bakfæra reikninginn fékk hún þau svör að það væri ekki hægt. „Ég fékk þau svör að þau gætu ekki lagað þetta fyrir mig heldur yrði þetta leyst þannig að næsti reikningur yrði upp á rúmar 2 þúsund krónur. Ég fengi sem sagt endurgreitt með lægri reikningi um næstu mánaðamót,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þessi lausn hins vegar gerir afskaplega lítið fyrir mig. Ég þarf þennan pening núna til að lifa út þennan mánuð, ég má ekki við neinu svona. Ég hef 30 þúsund krónur til ráðstöfunar við hver mánaðamót þegar ég er búin að borga mína reikninga og þarna er búið að taka af mér pening fyrir tvær vikur mánaðarins. Og þegar ég spyr hvað ég eigi eiginlega að gera, svelta síðari hluta mánaðarins? Þá fæ ég þau svör að það sé ekkert sem þau geti gert í því.“ Lilja segir að henni hafi liðið mjög illa í kjölfar þessara samskipta og haft miklar áhyggjur af því hvernig eigi nú að láta enda ná saman í mánuðinum. Hún segist eiga góða að en að það séu takmörk fyrir því hversu mikið fjölskylda sín geti hjálpað sér. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar og fékk þau svör að um misskilning væri að ræða. „Það er ekkert mál að hún fái þetta bakfært óski hún eftir því,“ sagði Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi og bætti við: „Það kannast enginn við að hafa hafnað þessari beiðni hennar og því ætti hún bara að hafa samband og gefa upp bankaupplýsingar. Þá væri hægt að ganga frá þessu.“ Í kjölfarið hafði Lilja samband við borgina aftur en fékk sömu svör og í fyrra skiptið. „Ekkert endurgreitt en næsti reikningur lækkaður. Þetta voru bara sagðar reglur hjá þeim sem ekki væri hægt að fara fram hjá,“ segir Lilja. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent