Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru 13. október 2011 06:00 Árni Kolbeinsson „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent