Jafnrétti er lífsgæði Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2011 06:00 Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn!
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar