120.000 króna rafmagnsreikningur 27. október 2011 03:00 Bíldudalur Orkubú Vestfjarða sendir nú út bakreikninga til íbúa á Bíldudal eftir árlegan lestur af rafmagnsmælum. fréttablaðið/vilhelm Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót. „Síðustu fimm ár hefur þetta farið úr svona 39 þúsund krónum í 55 þúsund. Þeir virðast geta hækkað endalaust, þetta er alveg skelfilegt,“ segir Jón Hákon. Védís Thoroddsen, annar íbúi á Bíldudal, borgar venjulega um 20 þúsund krónur en fékk nú aflestrarreikning upp á 67 þúsund. „Ég geri mér grein fyrir því að það var verið að mæla og þá koma þessir miklu bakreikningar,“ segir hún. „En mér finnst rosalegt að maður fái svona reikninga því nógu hátt er þetta fyrir.“ Sigurjón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, segir ástæðuna vera árlegan aflestur á mælum. Ef íbúar hafa notað meira rafmagn en áætlað var koma bakreikningar. „Árið 2010 var óvenju hlýtt ár, en þetta byggist á áætlun frá því ári,“ segir hann. „Svo kemur raunveruleg notkun árið á undan.“ Sigurjón bendir á að um uppgjör sé að ræða og nýverið hafi verið að lesa af hjá þeim íbúum Bíldudals sem séu með rafmagnskyndingu. „Ef það eru reikningar sem voru margfalt hærri en venjulegir mánaðarreikningar mega íbúar vissulega deila þeim niður til að minnka sjokkið,“ segir hann.- sv
Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira