Jafnvægi í náttúruvernd Elvar Árni Lund skrifar 27. október 2011 06:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið 12. október sl. um meðferð dýra á Íslandi, Við og dýrin. Flest af því sem Ari segir þar tek ég heilshugar undir, sér í lagi hvað varðar meðferð og flutning sláturdýra á Íslandi en víst er að líf margra dýra áður en þeim er slátrað til kjötvinnslu er bágborið samanborið við líf villtra dýra og fugla. Lög á Íslandi um dýravernd eru samt að flestra mati góð, en eins og oft vill verða, þá er það eftirfylgnin sem ekki er í lagi og er fjárskorti kennt um. Í grein Ara Trausta segir að nú sé tími til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu en þarna vil ég staldra við. Lífríkið er í stöðugri þróun og mannanna verk hafa áhrif þar á. Það sem við teljum vera „náttúrulegt umhverfi“ dýra er kannski ekki svo náttúrlegt þegar betur er að gáð. Hvað er t.d. náttúrulegt við það að sílamávar og hrafnar hafi frjálst aðgengi að úrgangi fiskeldisstöðva og sorpurðunarsvæða nokkra daga í viku en þurfi þess á milli að leita sér ætis annars staðar, svo dæmi séu nefnd? Þegar svo varptími mófugla gengur í garð, sækir „vargurinn“ að sjálfsögðu í egg og unga annarra tegunda til að fóðra eigin afkvæmi. Hvað með að láta af refaveiðum þegar slíkt hefur verið stundað frá landnámi og ákveðið „jafnvægi“ hefur komist á? „Jafnvægið“ einkennist af fáum refum en fjölda fugla sem auðga umhverfið með söng sínum og látbragði. Hægt er að nýta suma fuglastofnana til veiða, enda eru þeir sterkir og heilbrigðir þegar afrán er takmarkað. Sé refaveiðum hætt mun eflaust komast á einhvers konar „jafnvægi“ aftur en hvers konar jafnvægi yrði það? Til að byrja með myndi ref fjölga hratt og þar sem mikið er af æti mun byggðin vera þétt enda takmarkast stærð refaóðala m.a. af æti innan þeirra, þ.e.a.s. þar sem mikið er af æti er þéttleikinn mikill. Þegar líður á mun hinsvegar framboð af æti minnka, fuglalífið mun taka breytingum. Refir gætu jafnvel soltið áður en „jafnvægi“ kæmist á aftur. Og hvaða jafnvægi væri það? Færri fuglar og fleiri refir sem myndu halda niðri fjölda fugla nema gripið væri inn í. Er það eðlileg þróun? Er það eftirsóknarvert, og þá fyrir hvern? Hvernig lífríkið á Íslandi var fyrir landnám er erfitt að fullyrða um. Sennilega hefur verið meira um ref á láglendi en eftir að landnám hófst og þar með veiðar. Menn vissu í þá daga að samkeppnin um matinn er hörð og dýr eins og refur er vissulega í samkeppni við manninn um æti. Því hafa refaveiðar verið stundaðar frá upphafi. Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum. Þar sem mikið er af fuglum vill svo til að veiðar á ref og mink eru stundaðar af kappi en því miður fer þessum svæðum fækkandi. Allt sem mannskepnan gerir hefur áhrif á náttúruna enda er það svo að maðurinn er hluti af náttúrunni hvað sem hann gerir. Þannig getur aðgerðarleysi verið í raun jafnmikið inngrip í náttúruna og bein aðgerð. Nú á dögum má oft heyra frasann „að láta náttúruna njóta vafans“. Ekkert er samt rætt um hver þessi vafi er enda er þessi frasi oft notaður þegar grípa á til skipulegs aðgerðarleysis sem er eins og áður segir í rauninni heilmikið inngrip. Maðurinn hefur stundað einhverskonar veiðar frá upphafi sem tegund og jafnvel áður en tegundin varð til sem slík. Margar veiðiaðferðir sem notast var við eru óásættanlegar í dag og hafa nýjar og mannúðlegri aðferðir litið dagsins ljós. Nægjusemi við veiðar, hófleg umgengni við nytjastofna og margt annað sem lítur að veiðisiðferði hefur aukist til muna undanfarna áratugi á Íslandi. Síðan Skotveiðifélag Íslands tók til starfa hefur mikið áunnist og siðareglur félagsins sem samþykktar voru fyrir rúmum 30 árum sýna að SKOTVÍS eru samtök náttúruunnenda og veiðimanna. Veiðar á ref, mink og sílamáf er náttúruvernd í verki. Uppgjöf og aðgerðarleysi er það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið 12. október sl. um meðferð dýra á Íslandi, Við og dýrin. Flest af því sem Ari segir þar tek ég heilshugar undir, sér í lagi hvað varðar meðferð og flutning sláturdýra á Íslandi en víst er að líf margra dýra áður en þeim er slátrað til kjötvinnslu er bágborið samanborið við líf villtra dýra og fugla. Lög á Íslandi um dýravernd eru samt að flestra mati góð, en eins og oft vill verða, þá er það eftirfylgnin sem ekki er í lagi og er fjárskorti kennt um. Í grein Ara Trausta segir að nú sé tími til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu en þarna vil ég staldra við. Lífríkið er í stöðugri þróun og mannanna verk hafa áhrif þar á. Það sem við teljum vera „náttúrulegt umhverfi“ dýra er kannski ekki svo náttúrlegt þegar betur er að gáð. Hvað er t.d. náttúrulegt við það að sílamávar og hrafnar hafi frjálst aðgengi að úrgangi fiskeldisstöðva og sorpurðunarsvæða nokkra daga í viku en þurfi þess á milli að leita sér ætis annars staðar, svo dæmi séu nefnd? Þegar svo varptími mófugla gengur í garð, sækir „vargurinn“ að sjálfsögðu í egg og unga annarra tegunda til að fóðra eigin afkvæmi. Hvað með að láta af refaveiðum þegar slíkt hefur verið stundað frá landnámi og ákveðið „jafnvægi“ hefur komist á? „Jafnvægið“ einkennist af fáum refum en fjölda fugla sem auðga umhverfið með söng sínum og látbragði. Hægt er að nýta suma fuglastofnana til veiða, enda eru þeir sterkir og heilbrigðir þegar afrán er takmarkað. Sé refaveiðum hætt mun eflaust komast á einhvers konar „jafnvægi“ aftur en hvers konar jafnvægi yrði það? Til að byrja með myndi ref fjölga hratt og þar sem mikið er af æti mun byggðin vera þétt enda takmarkast stærð refaóðala m.a. af æti innan þeirra, þ.e.a.s. þar sem mikið er af æti er þéttleikinn mikill. Þegar líður á mun hinsvegar framboð af æti minnka, fuglalífið mun taka breytingum. Refir gætu jafnvel soltið áður en „jafnvægi“ kæmist á aftur. Og hvaða jafnvægi væri það? Færri fuglar og fleiri refir sem myndu halda niðri fjölda fugla nema gripið væri inn í. Er það eðlileg þróun? Er það eftirsóknarvert, og þá fyrir hvern? Hvernig lífríkið á Íslandi var fyrir landnám er erfitt að fullyrða um. Sennilega hefur verið meira um ref á láglendi en eftir að landnám hófst og þar með veiðar. Menn vissu í þá daga að samkeppnin um matinn er hörð og dýr eins og refur er vissulega í samkeppni við manninn um æti. Því hafa refaveiðar verið stundaðar frá upphafi. Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum. Þar sem mikið er af fuglum vill svo til að veiðar á ref og mink eru stundaðar af kappi en því miður fer þessum svæðum fækkandi. Allt sem mannskepnan gerir hefur áhrif á náttúruna enda er það svo að maðurinn er hluti af náttúrunni hvað sem hann gerir. Þannig getur aðgerðarleysi verið í raun jafnmikið inngrip í náttúruna og bein aðgerð. Nú á dögum má oft heyra frasann „að láta náttúruna njóta vafans“. Ekkert er samt rætt um hver þessi vafi er enda er þessi frasi oft notaður þegar grípa á til skipulegs aðgerðarleysis sem er eins og áður segir í rauninni heilmikið inngrip. Maðurinn hefur stundað einhverskonar veiðar frá upphafi sem tegund og jafnvel áður en tegundin varð til sem slík. Margar veiðiaðferðir sem notast var við eru óásættanlegar í dag og hafa nýjar og mannúðlegri aðferðir litið dagsins ljós. Nægjusemi við veiðar, hófleg umgengni við nytjastofna og margt annað sem lítur að veiðisiðferði hefur aukist til muna undanfarna áratugi á Íslandi. Síðan Skotveiðifélag Íslands tók til starfa hefur mikið áunnist og siðareglur félagsins sem samþykktar voru fyrir rúmum 30 árum sýna að SKOTVÍS eru samtök náttúruunnenda og veiðimanna. Veiðar á ref, mink og sílamáf er náttúruvernd í verki. Uppgjöf og aðgerðarleysi er það ekki.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun