Tíðni eineltis hjá ríkisstofnunum mældist tíu prósent í árslok 2010, jafn há og í könnun sem gerð var 2008, að því er segir í fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana. Ekki er munur á körlum og konum og virðist þáttur menntunar ekki hafa áhrif.
Í fréttabréfinu segir að væntingar fjármálaráðuneytisins hafi verið þær að sú fræðsla sem ríkisstofnunum hafi verið veitt á síðustu árum myndi skila sér í færri tilfellum starfsmanna.
Niðurstaðan þykir styðja þá tilgátu starfsmanna að stjórnendur þekki ekki nægilega vel til eineltis og að ekki sé til stefna um fyrirbyggjandi aðgerðir.- ibs
Eineltisátak var árangurslaust
