Réttur barna til vímulauss uppeldis 28. október 2011 06:00 Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun