Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Helga Bragadóttir skrifar 29. október 2011 06:00 Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun