Virðum rétt barna og ungmenna til vímulauss lífs Ingrid Kuhlman skrifar 29. október 2011 06:00 Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ingrid Kuhlman Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Vika 43, vímuvarnavikan, er haldin 23. – 30. október 2011. Markmið Viku 43 eru eftirfarandi: vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs. Að þessu sinni er athyglinni beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum rétti þeirra og hvað getum við gert til að vernda þau? Ýmsar rannsóknir hafa staðfest að umhverfið hefur áhrif á drykkjumynstur ungmenna. Aðgengi að áfengi heima við, á skólaböllum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt sýnileika áfengis á skemmtistöðum og í auglýsingum spilar stóran þátt í aukinni neyslu áfengis meðal ungmenna. Í skólanum Forvarnastarf í skólum er samspil skóla, foreldra og nemenda. Skólinn er mikilvægur staður ungmenna þar sem þeir verja miklum tíma. Í grein 7.8 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla er kveðið á um að öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna sé stranglega bönnuð í húsakynnum og á lóð skóla. Einnig kemur fram að framhaldsskólar skuli móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum og birta í skólanámskrám sínum. Foreldrar geta veitt skóla barna sinna aðhald með því að fylgjast með að hann móti slíka forvarnaáætlun. Margir unglingar kynnast áfengi og vímuefnum á framhaldsskólaaldri, t.d. á skólaböllum eða öðrum skemmtunum. Því er mikilvægt að skólar og nemendafélög skoði leiðir til að draga úr áfengisneyslu í tengslum við þessa dansleiki. Það er t.d. hægt að gera með því að hafa strangara eftirlit með dansleikjum nemenda og við dyravörslu og leyfa engar vínveitingar né meðferð áfengis og annarra vímuefna. Einnig með því að hleypa nemendum sem koma undir áhrifum vímugjafa ekki inn á dansleiki skólans. Einnig þurfa skólar að tryggja að skólaböll fari ekki fram á þeim stöðum þar sem áfengisauglýsingar eru til staðar eða auðvelt aðgengi að áfengi. Mikilvægt er að skólinn hvetji foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi eða leyfa áfengi í heimahúsum í samkvæmum fyrir viðburði á vegum skólans. Foreldrar þurfa að tryggja að unglingurinn komist öruggur heim eftir skóladansleik, t.d. með því að sækja hann og brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega er undir áhrifum vímuefna. Heima Eftir því sem ungmenni eldast verja þau mun meiri tíma með vinum og jafnöldrum. Það þýðir þó ekki að skoðun foreldra og hegðun hafi ekki lengur áhrif. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að reglur sem foreldrar setja hafa þýðingarmikil áhrif á áfengisneyslu barna. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðgengi að áfengi skiptir máli. Ungmenni sem fá áfengi heima drekka sem dæmi meira annars staðar, t.d. í vinahópnum. Það viðhorf sem var ríkjandi í gamla daga um að best væri að börnin lærðu að drekka heima hjá sér á því ekki lengur við. Foreldrar ættu ekki að kaupa áfengi handa börnum sínum heldur frekar einblína á að fresta áfengisnotkun eins lengi og hægt er. Hvert ár skiptir máli í þessu samhengi. Foreldrar sýni gott fordæmi til eftirbreytni Foreldrar eru lykilaðilar í að beina unglingum sínum inn á heilbrigða braut. Þeir eru mikilvægar fyrirmyndir og þurfa því að sýna gott fordæmi: Gott fordæmi þýðir ekki endilega bindindi heldur frekar áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hóflega drykkju. Sumir foreldrar segjast ekki geta bannað barni sínu að drekka ef þeir drekka sjálfir. Það er ekki endilega rétt. Það gilda jú aðrar reglur fyrir börn en fyrir foreldra. Það má líkja þessu við ökuskírteinið. Gott fordæmi er að forða börnum frá áfengi og öðrum vímuefnum á meðgöngunni þar sem það getur valdið alvarlegum líkamlegum og andlegum fæðingargöllum og þroskaskerðingu. Gott fordæmi er að sýna börnunum að það er líka hægt að skemmta sér án áfengis. Gott fordæmi er að vera vel upplýstur sem uppalandi um afleiðingar drykkju og vímuefna, lögin og það sem er fáanlegt. Þannig er hægt að upplýsa barnið sitt vel og leiðbeina því. Gott fordæmi þýðir einnig að fylgja reglunum og setjast t.d. ekki undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi. Áfengi fylgir ábyrgð. Hlutverk foreldra og uppalenda er að sjá til þess að unglingarnir okkar komist heilir í gegnum unglingsárin og geti tekið skynsamar ákvarðanir um líf sitt og annarra. Verum þeim fyrirmynd, vökum yfir velferð þeirra og tökum ábyrgð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun