Foreldrar gegn einelti Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun