Segja 2010-börn fá inni næsta ár 9. nóvember 2011 05:00 Í leikskóla Stefnt er að því að koma öllum börnum í 2010-árgangi inn á leikskóla í Reykjavík á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira