Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera 11. nóvember 2011 09:00 Sævar Freyr Þráinsson Tekur undir orð þeirra sem vilja auka eftirlit með hlerunum og tengiliðum lögreglu innan símfyrirtækjanna. „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú með höndum rannsókn á slíku máli og hvort viðbrögð Símans hafi verið fullnægjandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Sævar Freyr segir erfitt að ræða þetta einstaka mál. Þó segir hann aðspurður að í ljósi þess að ekki sé til hlerunarbúnaður hjá Símanum og því ógerlegt fyrir starfsfólk að hlera símtöl hafi málið ekki verið kært til lögreglu né viðkomandi starfsmaður látinn hætta. „Hlerunarbúnaðurinn er hjá lögreglu og þegar hleranir fara fram þarf aðstoð starfsmanna Símans til að tengja lögreglu við númerið sem þarf að hlera. Það er það eina sem starfsmenn geta gert hér,“ segir Sævar. „Ég tek undir það sem Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sögðu í Fréttablaðinu í gær að auka þarf eftirlit með hlerunum og tengiliðum lögreglu innan fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt myndi auðvelda fyrirtækjunum aðkomu að þessum viðkvæmu málum, sem mikilvægt er að unnin séu af öryggi af þeim starfsmönnum sem sinna þessu verkefni.“- jss Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
„Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú með höndum rannsókn á slíku máli og hvort viðbrögð Símans hafi verið fullnægjandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Sævar Freyr segir erfitt að ræða þetta einstaka mál. Þó segir hann aðspurður að í ljósi þess að ekki sé til hlerunarbúnaður hjá Símanum og því ógerlegt fyrir starfsfólk að hlera símtöl hafi málið ekki verið kært til lögreglu né viðkomandi starfsmaður látinn hætta. „Hlerunarbúnaðurinn er hjá lögreglu og þegar hleranir fara fram þarf aðstoð starfsmanna Símans til að tengja lögreglu við númerið sem þarf að hlera. Það er það eina sem starfsmenn geta gert hér,“ segir Sævar. „Ég tek undir það sem Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sögðu í Fréttablaðinu í gær að auka þarf eftirlit með hlerunum og tengiliðum lögreglu innan fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt myndi auðvelda fyrirtækjunum aðkomu að þessum viðkvæmu málum, sem mikilvægt er að unnin séu af öryggi af þeim starfsmönnum sem sinna þessu verkefni.“- jss
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira