Af hverju varð náttúran útundan? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar