Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun