Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar