Lögregla rannsakar SMS-skeyti 30. nóvember 2011 07:00 Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans,“ segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika,“ segir Teitur í samtali við Fréttablaðið en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að greiða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega. - sh Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins. Gunnlaugur og kona hans höfðu stefnt Teiti fyrir meiðyrði vegna bloggfærslu sem hann birti í febrúar og fjallaði um viðskipti Gunnlaugs með fyrirtækið Kögun. Teitur hefur síðan reglulega bloggað um gang málaferlanna. Segir Gunnlaugur þetta hafa lagst þungt á sig og hafi hann þá gripið til þess ráðs sem hann iðrist nú, að senda Teiti nafnlaus SMS-skeyti. „Ég mun ekki hafa efni þeirra eftir hér, enda vanhugsuð af minni hálfu og aldrei ætlað að koma fyrir sjónu annarra en viðtakandans,“ segir Gunnlaugur. Hann sendi Teiti afsökunarbréf í gær. „Efni þessara SMS-a er merki um sjúkleika,“ segir Teitur í samtali við Fréttablaðið en vill ekki greina frekar frá innihaldinu. Lögmaður Teits bauð Gunnlaugi að fallið yrði frá kærunni gegn því að meiðyrðamálið yrði dregið til baka. Á það féllst hann ekki. Teitur segist íhuga næstu skref, enda óttist hann að verði hann dæmdur til að greiða málskostnað Gunnlaugs muni það sliga hann fjárhagslega. - sh
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira