Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli 30. nóvember 2011 06:00 Ræktun Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi.Nordicphotos/AFP Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira