Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun