Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun 1. desember 2011 06:45 Flutningaskipið Alma Skipið er 97 metra langt skip, skráð á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Farmurinn var 3.000 tonn af frystu sjávarfangi. Krafa björgunarlauna miðast við 25% af virði skips og farms.mynd/gunnar hlynur Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjóprófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. Flutningaskipið liggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn liggur ekki fyrir hvert skipið verður dregið til viðgerðar. Systurskip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurðum sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitarfélagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skipsins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunarlauna segir Jón Ögmundsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skiptareglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannanlegum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglingalögum nr. 34/1985 með síðari breytingum, en þar segir að björgunarlaun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðarinnar sem af björgunarstarfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinnar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfaldur hlutur þess skipverja sem hæst björgunarlaun fær.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira