Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði 1. desember 2011 08:00 Unnið í Mastrinu Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu.Mynd/Páll Þórhallsson „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira