Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar 1. desember 2011 02:30 Dagur B. Eggertsson Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj
Fréttir Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira