Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar 1. desember 2011 02:30 Dagur B. Eggertsson Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira