Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið.
Í greinargerð með beiðni þingmannanna segir að nauðsynlegt sé að meta þátttöku Íslands í samstarfinu sem nú hafi verið í gangi í tíu ár. Gera þurfi úttekt á kostum og göllum við samstarfið, og hvort meiri ávinningur væri af því að standa utan við það.
Þá vilja þingmennirnir upplýsingar um hvort dýrara sé fyrir Ísland að taka þátt í samstarfinu en að standa utan þess. - bj
Vilja fá skýrslu um Schengen
