Aðeins meira af leikskólamálum Jón 1. desember 2011 06:00 Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun