Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun