
Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verður til sölu bæði kaffi og heitt súkkulaði og auk þess kökur gegn vægu gjaldi. Góðir gestir líta í heimsókn og taka nokkur lög. Sönn jólastemning fylgir því að fara í heimsókn í Ásgarð, sitja til borðs með listamönnum Ásgarðs og drekka heitt súkkulaði með rjóma.- sg