Um búðir og umbúðir 2. desember 2011 06:00 Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun