

Slegið á puttana á hagsmunaaðilum lyfjamarkaðarins
Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna.
Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins.
Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins.
Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana.
Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi
1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga.
2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar.
3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía.
4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast.
5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum.
Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu.
Skoðun

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar