Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? 2. desember 2011 06:00 Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun