Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun 3. desember 2011 07:00 Ráðhús Reykjavíkur Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum.Fréttablaðið/gva Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira