Gangið hægt um gleðinnar dyr 13. desember 2011 06:00 Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun