Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent 14. desember 2011 05:30 einangrunargangur Litla-hrauns Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun.fréttablaðið/heiða Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira