Árás á lífeyrissjóðina 14. desember 2011 06:00 Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar