Breytingar í Bláfjöllum 15. desember 2011 06:00 Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun