Skúli 300! Ófeigur Sigurðsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í dag, 12ta desember, þegar þetta er skrifað, er 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta. Það var undarleg reynsla sem endranær að fletta í gegnum Fréttablaðið í morgun og sjá að hvergi er á þessi tímamót minnst. Þar kemur fram að það markverðasta sem gerst hefur 12ta desember í íslenskri sögu er að þá fékk háhyrningurinn Keikó lungnasjúkdóm. Þá er auglýsing frá Viðeyjarstofu, heimili Skúla og fyrsta steinhúsi landsins, sem þá var höll, og á meðan bygging þess stóð yfir á árunum 1752-1755 bjó Skúli í tjaldi úti í Viðey frekar en að deila Bessastöðum með dönsku yfirvaldi, honum Pingel stiftamtmanni; í auglýsingunni frá Viðeyjarstofu í Fréttablaðinu í dag er boðið upp á lifandi flutning jólalaga á píanó yfir jólahlaðborði. Þó ekki í dag, því í dag er húsið laust, tómt, þar er ekkert að gerast. 200 ára afmæli Jóns forseta tók sitt pláss á árinu, þó ekki svo mikið. En Skúli er 300! Hann er faðir Reykjavíkur. Í mínum huga eru þeir Jón og Skúli báðir miklar sjálfstæðishetjur sem vildu landi og þjóð gott til framtíðar, og í ár var gullið tækifæri að flétta saman minningu þeirra og ærið fyrir þjóð í kröggum. Jón forseti var maður skriffinnskunnar en Skúli fógeti maður framkvæmda; Jón var skrifari en Skúli aðgerðarsinni, Jón er inni, Skúli úti. Allir stjórnmálaflokkar frá upphafi hafa eignað sér Jón Sigurðsson og gert hann að sínum en allir hafa verið hræddir við Skúla. Auk þess sem Skúli fógeti skrifaði gagnleg rit vann hann að því í meira en hálfa öld að leysa Íslendinga undan kúgun kaupmanna og braskara sem mergsugu auðlindir Íslands og rændu landið gæðum sínum. Skúli barðist jafnt í ræðu og riti og með hnúum og hnefum fyrir nýsköpun og það sem í dag er kallað sjálfbærni, hann þoldi ekki ójöfnuðinn og óréttlætið að Íslendingar fengju ekki tækifæri til þess að fullvinna sínar afurðir sjálfir. Lífsstarfi Skúla Magnússonar landfógeta í þágu landsins hefur vart verið sýndur nokkur sómi síðan Jón Jónsson gaf út ævisögu hans mánuði fyrir 200 ára afmæli hans árið 1911. Nema þá er ævisaga Skúla, skráð af honum sjálfum, prentuð í öðru bindi Merkra Íslendinga árið 1947. Megas söng svo á Loftmynd 1987 hvort einhver myndi „ekki eftir honum Skúla sem að skaut skelk í bringu danskra kaupahéðna“. Og í dag verður svo opnuð sýning í fógetahúsi við Aðalstræti á munum frá 18du öld. Helsta birtingarmynd niðurlægingarskeiða er svona söguleysi, máttleysi og minnisleysi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun