Auðvitað er rekið kjördæmapot 15. desember 2011 06:00 Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun