Upplýsingar frá Mænuskaðastofnun Íslands 16. desember 2011 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaráð íslenska tillögu um mænuskaða á þingi sínu í nóvember sl. Efni tillögunnar var að ráðið setti á laggirnar starfshóp lækna og vísindamanna með það hlutverk að skoða þá vísindaþekkingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort mögulegt væri að samþætta hana svo að leggja mætti skipulagðan grunn að þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þessi góði árangur náðist vegna ötullar vinnu og samstöðu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forsætisráðherra og 8.500 íslenskra kvenna sem rituðu nöfn sín í bænaskrá sem Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs afhenti forseta ráðsins með glæsibrag á þinginu. Texta bænaskrárinnar má sjá á www.is.isci.is undir yfirskriftinni: Bænaskrá frá íslenskum konum til Norðurlandaráðs um leit að lækningu á mænuskaða. Ferlið og þáttur velferðarráðuneytisFerlið hjá Norðurlandaráði gengur þannig fyrir sig að nú mun embættismannanefnd ráðsins taka við. Hennar hlutverk er að skoða þær tillögur sem Norðurlandaþingið samþykkti í nóvember og bera fram tillögur til ráðherranefndar Norðurlandaráðs um hvernig samþykktum tillögunum verði best komið í framkvæmd. Tillaga um mænuskaða er þar innifalin. Í ferlinu mun velferðarnefnd Norðurlandaráðs fylgjast með afdrifum sinnar tillögu. Auk þess eiga sæti í embættismannanefndinni tveir embættismenn úr íslenska velferðarráðuneytinu ásamt því sem íslenski velferðarráðherrann á sæti í norrænu ráðherranefndinni um velferðarmál. Mænuskaðatillögunni ætti því ekki að verða í kot vísað. Þáttur forsetans og utanríkisráðuneytisFyrir nokkru heimsótti Ísland Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FÍA). Tilgangur ferðar hans var að vekja athygli forseta Íslands og íslenskra stjórnvalda á átaki Sameinuðu þjóðanna gegn umferðarslysum sem standa mun yfir næsta áratug. Á fundi hans með forsetanum áttaði hinn glöggi forseti okkar sig strax á samhengi átaksins og mænuskaða en nær helmingur þess fólks sem hlýtur mænuskaða í slysum og lamast, hlýtur skaðann í umferðarslysum. Forsetinn leitaði því eftir við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) að félagið kæmi á sambandi mínu og forseta FÍA sem gert var, en FÍB er öllum hnútum kunnugt innan FÍA og ríkir þar á milli mikill vinskapur. Í framhaldi af þessu hefur bæði forsetinn og sendiherra okkar í París haft samband við aðila innan FÍA og leitað eftir að félagið styðji væntanlegar framkvæmdir Norðurlandaráðs um mænuskaða. Svör FÍA við þeirri bón hafa verið jákvæð. Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja í hverju stuðningur FÍA verður fólginn en það mun væntanlega skýrast á árinu 2012. Þakkir til ÍslendingaÞað væri ómetanlegt ef okkur Íslendingum auðnaðist að eiga frumkvæði að því að tvær sterkar alþjóðastofnanir, Norðurlandaráð og FÍA, tækju höndum saman og hrintu af stokkunum átaki í þágu lækninga á mænuskaða. Sú er mín tilfinning að þá myndu stórstígar framfarir verða á sviðinu og ekki veitir af. Með samþykkt Norðurlandaráðs og jákvæðu viðhorfi FÍA erum við nú þegar komin rúmlega hálfa leið í þeim efnum. Að endingu vil ég þakka Íslendingum fyrir ómetanlegan stuðning við hugsjón mína og vona að þessi mikla barátta til breytinga á viðhorfi til meðhöndlunar á mænuskaða eigi eftir að koma öllu mannkyni til góða og færa Íslandi heiður heim í tímans rás.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun