Gert Hof langar til að lýsa upp Svínafellsjökul 19. desember 2011 12:00 Gert Hof, einn frægasti samtímalistamaður Þjóðverjar, vill lýsa upp Svínafellsjökul til að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar og áhrif hennar á vatn. Páll Ásgeir Davíðsson er framkvæmdastjóri verkefnisins, en grunnfjármögnun þess er langt á veg kominn. Fréttablaðið/Vilhelm Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfismálum koma að verkinu. „Hann kolféll fyrir jöklinum, sem er náttúrulega epískur eins og grískt svið,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, en þýski listamaðurinn Gert Hof hyggst lýsa upp Svínafellsjökul, annað hvort næsta haust eða vorið 2013. Markmiðið er einfalt; að vekja fólk til umhugsunar um loftlagsbreytingar, áhrif þeirra á vatn og þar af leiðandi bráðnun jökla. Gert Hof heimsótti Ísland í maí á síðasta ári eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig um og líta á hentuga jökla. Fram kom í fréttinni að Snæfellsjökull kæmi sterklega til greina sem hentugur staður, Hof var ákaflega hrifinn af honum en niðurstaðan varð að lokum Svínafellsjökull í Vatnajökulsþjóðgarði. Páll, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins, segir að verið sé að vinna í að tryggja grunnfjármögnun verkefnisins og hann gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki á allra næstu vikum. Meðal annarra sem koma að verkinu eru Bergljót Arnalds, sem er tónlistarstjóri verkefnisins, Northern Lights Energy, Saga Film og aðilar innan íslensku ferðaþjónustunnar. „Við höfum fengið til liðs við okkur öflug alþjóðleg samtök í umhverfismálum og sérfræðinga á heimsmælikvarða.“ Gert Hof er einn merkasti listamaður samtímans og verk hans ná til hundraða milljóna manna hverju sinni. Hann hefur lýst upp Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæðina í Aþenu og verkin vekja iðulega mikla athygli. „Hann telur að lýsing Svínafellsjökuls geti orðið sitt meistaraverk, þetta getur orðið ákaflega eftirminnileg vitundarvakning.“ freyrgigja@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfismálum koma að verkinu. „Hann kolféll fyrir jöklinum, sem er náttúrulega epískur eins og grískt svið,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, en þýski listamaðurinn Gert Hof hyggst lýsa upp Svínafellsjökul, annað hvort næsta haust eða vorið 2013. Markmiðið er einfalt; að vekja fólk til umhugsunar um loftlagsbreytingar, áhrif þeirra á vatn og þar af leiðandi bráðnun jökla. Gert Hof heimsótti Ísland í maí á síðasta ári eins og fram kom í Fréttablaðinu. Þá til að skoða sig um og líta á hentuga jökla. Fram kom í fréttinni að Snæfellsjökull kæmi sterklega til greina sem hentugur staður, Hof var ákaflega hrifinn af honum en niðurstaðan varð að lokum Svínafellsjökull í Vatnajökulsþjóðgarði. Páll, sem er framkvæmdastjóri verkefnisins, segir að verið sé að vinna í að tryggja grunnfjármögnun verkefnisins og hann gerir sér vonir um að þeirri vinnu ljúki á allra næstu vikum. Meðal annarra sem koma að verkinu eru Bergljót Arnalds, sem er tónlistarstjóri verkefnisins, Northern Lights Energy, Saga Film og aðilar innan íslensku ferðaþjónustunnar. „Við höfum fengið til liðs við okkur öflug alþjóðleg samtök í umhverfismálum og sérfræðinga á heimsmælikvarða.“ Gert Hof er einn merkasti listamaður samtímans og verk hans ná til hundraða milljóna manna hverju sinni. Hann hefur lýst upp Rauða torgið í Moskvu og Akrópólishæðina í Aþenu og verkin vekja iðulega mikla athygli. „Hann telur að lýsing Svínafellsjökuls geti orðið sitt meistaraverk, þetta getur orðið ákaflega eftirminnileg vitundarvakning.“ freyrgigja@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira