Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku 29. desember 2011 03:30 Suðurstrandarvegur Í desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins.fréttablaðið/stefán Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira