Að synda í skítköldum sjó 29. desember 2011 06:00 Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-)
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun