Refsilækkunarástæður Leifur Runólfsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar