Það er líklega ekki til erfiðari leikur í dag en að heimsækja Evrópumeistara Barcelona á Camp Nou og tölfræðin í síðustu tólf heimaleikjum Barca sýnir það svart á hvítu. Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í spænska bikarnum í fyrsta heimaleik ársins og tóku Börsungar þar upp fyrri yðju á Nývangi sem er að skora fullt af mörkum án þess að fá á sig mark.
Barcelona-liðið hefur nú haldið hreinu í tólf heimaleikjum í röð í öllum keppnum eða öllum heimaleikjum sínum frá því að liðið gerði 2-2 jafntefli við AC Milan í Meistaradeildinni 13. september.
Barcelona hefur því haldið hreinu í 1080 mínútur og á sama tíma hefur liðið skorað 53 mörk í röð án þess að andstæðingar þeirra hafi náð að svara fyrir sig.
34 markanna hafa komið í 8 deildarleikjum, 13 í tveimur bikarleikjum og loks 6 þeirra í tveimur Meistaradeildarleikjum. Osasuna hefur komið tvisvar á Nývang á þessum tíma og hefur tapað þeim tveimur leikjum samanlagt 0-12.
Síðustu þrettán heimaleikir Barcelona:
Bikarinn - 4. janúar - Osasuna 4-0 sigur
B - 22. desember - L'Hospitalet 9-0 sigur
Meistaradeildin - 6. desember - BATE Borisov 4-0 sigur
Deildin - 3.desember - Levante 5-0 sigur
D - 29. nóvember - Rayo Vallecano 4-0 sigur
D - 19. nóvember - Real Zaragoza 4-0 sigur
D - 29. október - Mallorca 5-0 sigur
D - 22. október - Sevilla 0-0 jafntefli
M - 19. október - Viktoria Plzen 2-0 sigur
D - 15. október - Racing Santander 3-0 sigur
D - 24. sepetember - Atlético Madrid 5-0 sigur
D - 17. september - Osasuna 8-0 sigur
M - 13. september - AC Milan 2-2 jafntefli
Barcelona búið að skora 53 mörk í röð á Camp Nou
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn